news

Fréttir frá Koti

18. 10. 2019

Kæru foreldrar.

Við á Koti höfum verið í ýmsum verkefnum og þá sérstaklega verkefni sem tengjast þemanu okkar í vetur hafinu. Börnin eru farin að fara í hópavinnu þar sem unnið er með krabbann, fiska og sjófugla. Einhverjir hafa heimsótt Víkingaheima og Duushús. Svo höfum við verið að fara í bókasafnið og það er alltaf jafn vinsælt að fara í fjöruferð enda leynist margt í fjörunni.

Öll börnin eru búin í Hljóm-2 athugun og munum við kynna ykkur niðurstöður í foreldrasamtölum í næstu viku.

Börnin á deildinni eru mjög fljót að læra ýmsa söngtexta og ákváðum við að grípa það og kenna þeim markvisst þulur og ætlum okkur að vera með þulu mánaðarinns.

Október þulan okkar

Karl tók til orða,

mál væri’ að borða,

Þá kom inn diskur,

var á blautur fiskur,

hákarl og rætur

og fjórir sviðafætur.

Upp tók hann einn,

ekki var hann seinn,

gerði sér úr mann,

Grettir heitir hann .

Samstarfið á milli Stapaskóla og Akurskóla gengur vel og hafa öll börnin heimsótt báða skólana og fannst það mjög skemmtilegt og erum við spennt fyrir fleirri heimsóknum í vetur.

Veðrið hefur kólnað all mikið og því biðjum við ykkur að hafa flíspeysur, vettlinga, kuldaskó, húfur og annað sem hentar veðrinu hverju sinni. Við minnum þó á að mörg börn hafa fjölda skó-para sem taka pláss, gott ef hægt er að taka heim hverju sinni og sjá hvað hentar fyrir hvern dag.

Bestu kveðjur og góða helgi.

© 2016 - 2020 Karellen