news

Fréttir frá Koti

31. 10. 2019

Kæru foreldar á Koti

Takk kærlega fyrir góð og gagnleg samtöl þessa tvo daga sem við hittumst. Það er mjög mikilvægt að hitta ykkur og eiga þessar samræður um ykkar frábæru börn.

Stöðvavinnan hefur gengið vel og börnin verið að hittast og vinna að skemmtilegum verkefnum t.d þemavinnu okkar um hafið, Blær hefur kíkt í heimsókn og svo hafa börnin verið í málörvun.

Gunnar afi hans Nóa kom og heimsótti okkur en hann er kafari og sýndi okkur allan búnaðinn sem þarf til að geta kafað. Börnin voru mjög áhugasöm og fengu öll að prófa kafaragleraugun. Hann kom líka með lifandi sjávardýr og vöktu krabbarnir mikla lukku og sungu börnin fyrir krabbana. Takk fyrir frábæra heimsókn:)

Í næstu viku fáum við heimsókn frá 1. bekk í Stapaskóla og Akurskóla og svo minnum við á skertan dag á miðvikudaginn 6. Nóvember en þá lokar leikskólinn kl. 12.

Við hlökkum til næstu daga og nýrra uppgötvana og ævintýra.

Kveðja kennarar á Koti


© 2016 - 2020 Karellen