news

Fréttir frá Koti

07. 11. 2019

Sæl öll sömul

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur undanfarna daga. 1. bekkur úr Stapaskóla og Akurskóla eru búin að koma að heimsækja okkur og auðvitað var það mjög skemmtilegt, gaman að hitta gömlu vinina aftur:).

Við fengum líka skemmtilega heimsókn en Sissi okkar kom með lifandi krabba til okkar og sagði okkur að þetta væri gæludýrið sitt. Sissi: pabbi minn veiddi það og pabbi minn veiðir líka meira oft líka Humar. Eitt barnið misskildi eitthvað Sissa og heyrðist hann segja hunang, Sissi það er ekki hægt að veiða hunang úr sjónum það kemur úr býflugum:):):) Okkur fannst þetta geggjað fyndið.

Við ætlum líka í vetur að heimsækja frístund í Akurskóla en það er einn liður í samvinnu á milli skólastiga. Við munum fara á föstudögum milli kl. 14 og 15:30 með c.a. 8 börn og fá allir að fara. Við fórum síðasta föstudag og var vel tekið á móti okkur. Við byrjuðum á að fá okkur nónhressingu og það var ekki leiðinlegt því við fengum pizzasnúða og svo fórum við á valsvæði frístundar en í boði var að perla, teikna, horfa á mynd, kubba, tölvur og íþróttahús. Þetta var svo skemmtilegt og við vorum alveg í skýjunum með þessa ferð og svo var líka tekið svo vel á móti okkur.

Á mánudaginn erum við að fara í Akurskóla kl. 10 en þar ætlar hún Áslaug Jónsdóttir að lesa fyrir okkur en hún t.d. semur allar Skrímslabækurnar

Kveðja kennarar á Koti

© 2016 - 2020 Karellen