news

Gaman í október

11. 10. 2018

Kæru foreldrar

Hjá okkur á Koti er aldrei lognmolla. Við kíktum í heimsókn í Akurskóla í gær og tók Katrín á móti okkur. Hún var mjög liðleg og leyfði öllum börnunum að hitta systkini sín. Það vakti mikla lukku.
Í þessari viku eru 4 kennarar frá Holti í Svíþjóð að fræðast um Reggio leikskólastarf í leikskólanum Katarina-våstra í Stokkhólmi. Þetta er hluti af Erasmus+ verkefninu okkar. Þeirra á meðal er hún Dagný okkar og því hefur Imba verið að opna á morgnanna.
Það er farið að verða ansi kalt og því að koma tími til að fá kuldagallana og hlý föt í hólfin/skápinn. Munið eftir að merkja allan fatnað.
Við erum í óða önn að vinna að því að setja upp nýja heimasíðu í gegnum Karellen þannig að myndir af börnunum geti farið þangað inn. Einhverjir foreldrar hafa nú þegar fengið myndir úr daglegu starfi og stutt í að við getum farið að setja fleiri myndir þangað inn. Ég Ítreka því enn og aftur við ykkur að ná í Karellen- appið og virkja aðganginn ykkar.
Á mánudaginn ætlar hún Berglind Dan að hefja störf hjá okkur á Koti. Hún er starfsmaður með stuðningi og hefur starfað á Holti í fjölda ára.
Ég ætla að setja fram viðburðadagatal fyrir október því það eru margir viðburðir framundan dagatalið er sett fram með fyrirvara um breytingar.
mbk
Lára

© 2016 - 2020 Karellen