Jólapóstur frá Koti

21. 12. 2018

Sæl öll,
við höfum átt notalegar stundir á Koti í desember. Síðastliðinn föstudag dönsuðum við í kringum jólatréið, hittum jólasveininn og fengum jólasteik og ís í eftirrétt.

Á mánudaginn byrjuðum við vikuna á að fara í heimsóknir í Akur- og Stapaskóla, þar var lesin jólasaga og nartað í piparkökur. Á þriðjudaginn var svo jólamorgunverður. Takk kærlega fyrir frábæra mætingu! Það er svo gaman þegar svona margir sjá sér fært að mæta.

Starfsmenn deildarinnar hafa verið duglegir við að setja myndir inn á Karellen, bæði nýjar og gamlar. Hægt er að fara inn á vefsíðuna, þar sjást allar myndirnar neðst og hægt er að vista þær myndir sem þið viljið eiga (save image as).

Smávægilegar mannabreytingar eiga sér stað núna í kringum áramótin. Hún Þórhildur okkar hefur fært sig yfir á Hlíð, við eigum eftir að sakna hennar mikið og Guðrún Kristjana kemur í fullt starf eftir áramót.

Við minnum á að miðvikudaginn 2.janúar opnar leikskólinn kl.12:00. Boðið verður upp á léttan hádegisverð þegar leikskólinn opnar.

© 2016 - 2019 Karellen