Kot - vikan 3.-7.des.

07. 12. 2018


Heil og sæl kæru foreldrar,

þessi vika hefur verið viðburðarík og skemmtileg.

Við fengum snjó í byrjun vikunnar sem vakti að venju mikla lukku. Börnin bökuðu smákökur og í gær fengum við skemmtilega heimsókn frá álfadrottningu og íkornadreng sem sungu fyrir okkur brot úr barnaóperunni: Ævintýrið um norðurljósin.

See the source image

Næsta vika verður spennandi og er mikilvægt að börnin mæti snemma (fyrir morgunfund) til að missa ekki af því sem framundan er. Farið verður í litlum hópum í skólaheimsóknirnar þar sem börnunum verður skipt eftir því í hvaða skóla þau eru að fara í næsta haust.

Jólasaga í Akurskóla 10.des.

Jólasaga í Akurskóla/Stapaskóla 11.des.

Kirkjuferð 12.des.

Jólamatur og dans í sal 14.des.

Við viljum hvetja ykkur til þess að vera dugleg að yfirfara hólf barnanna, sérstaklega er gott að hafa nóg af aukasokkum og vettlingum.

Bestu kveðjur,

kennarar á Koti.

© 2016 - 2019 Karellen