Kot - vikan 7.-11.jan.

11. 01. 2019

Vikan hefur verið hefðbundin hjá okkur. Við höfum haldið áfram að vinna með Bæjarfélagið okkar í hópastarfi og boðið upp á fjölbreytta stöðvavinnu. Tónlistin hjá Geirþrúði var á sínum stað og finnst börnunum alltaf jafn skemmtilegt að fara í tímana til hennar.

Í morgun var lögreglan með eftirlit við leikskólann okkar og tókum við umræðuna á morgunfundinum með börnunum um mikilvægi þess að þau séu í viðeigandi öryggisbúnaði á leið sinni í leikskólann og að þau megi ALLS EKKI sitja frammí.

Við höfum lagt sérstaka áherslu á að vinna með vináttu. Í samverustundum vikunnar höfum við verið að lesa og ræða söguna um Ávaxtakörfuna sem fjallar um vináttu, einelti og fordóma. Við viljum kenna börnunum að meta hvert annað, bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og síðast en ekki síst að styrkja þau í að láta í sér heyra þegar þau eða aðrir eru órétti beittir. Við ætlum að halda áfram að vinna með þessa þætti með frábæru börnunum ykkar.

Við hlökkum til samvinnu við ykkur kæru foreldar á nýju ár!

Kær kveðja frá kennurum á Koti og góða helgi.

© 2016 - 2019 Karellen