news

fréttir frá Koti

21. 11. 2019

Nýjar fréttir af okkur:)

Dagarnir eru mjög svo fljótir að líða og alltaf jafn gaman hjá okkur á Koti. Við höfum undanfarið mikið rætt um vináttu og að koma fram við aðra af virðingu, setja sig í spor annarra og hvernig mér líður ef einhver kemur illa fram við mig eða er góður við mig. Þau voru sammála um að maður fær ílt í hjartað ef einhver er vondur við mann eða svona sting og svo hitnar hjartað og manni líður vel ef einhver góður. Börnin ykkar eru svo miklir snillingar og eru á fullu að minna hvort annað á og að finna lausnir ef ekki gengur vel og hrósa þegar vel gengur.

Í síðustu viku fórum við í Akurskóla og hlustuðum á Áslaugu Jónsdóttur lesa upp úr bókum sínum einnig voru börnin með smá atriði en þau fóru með þulu og auðvitað stóðu þau sig svo vel og voru til fyrirmyndar og fannst mjög skemmtilegt að hlusta á sögurnar um litla og stóra skrímslið.

Við munum líka heimsækja tónlistarskólann og fóru nokkur börn í síðustu viku en öll börnin fá að fara yfir veturinn.

Við munum halda áfram að heimsækja frístund á föstudögum og eru börnin mjög spennt yfir þessum heimsóknum.

Jólaundirbúningur fer á fullt hjá okkur í næstu viku en við erum þó aðeins byrjuð á að gera jólagjafir til foreldra. Desember verður með hefðbundnu sniði hjá okkur með jólasöngvum, sögum, bakstri og auðvitað að njóta og að hafa gaman saman. Við munum hengja upp dagská desembermánaðar á hurðina inn á deild í næstu viku.

Þemavinnan okkur Hafið gengur mjög vel og eru börnin í ýmsum hópum tengt því. Við fórum nokkur í vettvangsferð í vikunni og það var mjög mikið rok og börnin komust að því að sjórinn væri mjög reiður og vildi fara í land af því að veðrið væri svo leiðinlegt.

© 2016 - 2020 Karellen