news

frettir frá koti

18. 09. 2020

Kæru foreldrar.

Nóg hefur verið að gera hjá okkur á Koti í vikunni, bókasafnsferðir byrjuðu og munum við fara í bókasafnið annan hvorn mánudag fram að áramótum, það fara 6-7 börn í hverja ferð. Við héldum áfram að fara í vettvangsferðir í tengslum við viðfangsefnið okkar" milli fjals og fjöru" Við erum svo lánsöm að eiga fallegt umhverfi hér á Holti og bara það að rölta um í móanum veitir börnunum mikla gleði og er gaman að sjá hvað þau eru dugleg að uppgötva hið smáa í umhverfinu. Við viljum minna ykkur kæru foreldrar á að merkja föt barnanna vel, það kemur frekar í veg fyrir að fötin týnist og auðveldar okkur að setja fötin í rétt hólf. Að lokum langar okkar að minnast á það hvað börnin á Koti eru frábær eins og þið öll vitið. Þau eru svo áhugasöm, jákvæð og meðtækileg fyrir öllum þeim viðfangsefnum sem boðið er upp á í leikskólanum svo eru þau líka orðin sérstaklega dugleg að klæða sig í og úr útifötunum sjálf :)

Bestu kveðjur og góða helgi.

Kennarar á Koti.

© 2016 - 2020 Karellen