news

vikufréttir

25. 09. 2020

Í september fóru börnin á Koti í þrjár vettvangsferðir til þess að undirbúa okkur fyrir komandi vetrarstarf þar sem viðfangsefnið er milli fjalls og fjöru“ Farið var í móann hinum megin við leikskólann, Narfakotseylu sem er útikennslusvæðið okkar og svo fórum við með strætó í Ytri-Njarðvík þar sem við skoðuðum skemmtilegt svæði sem er fyrir ofan bæinn, þar eru tré og ýmis annar gróður sem gaman er að skoða. Voru þetta vel heppnaðar ferðir sem börn og kennarar höfðu gaman af og margt sem vakti áhuga barnanna. Í móanum voru það berin sem stóðu upp úr, skeljar í fjörunni, stórir steinar og allskonar gróður í skóginum.

© 2016 - 2020 Karellen