news

Fréttabréf vikunnar

23. 08. 2019

Kæru foreldrar á Hlíð.

Nú eru öll börnin á deildinni komin og gaman að sjá hvað aðlögun nýrra barna gengur vel. Verkefni vikunnar hafa verið að kynnast nýjum börnum og foreldrum auk þess sem börnin eru að aðlagast nýju umhverfi, kennurum og hvert öðru.

Útivera hefur verið ríkjandi, haldið var upp á afmæli, rætt um Hafið og lífverur þess auk þess að heilsa upp á Lubba og Blæ vini okkar. Börnin fengu að kynnast nýju spili um lífríkið í sjónum sem þeim þótti mjög spennandi. Bækur um hafið hafa einnig verið lesnar og skoðaðar. Í vetur kemur vinur kattarins Brands, sæhesturinn Kalli Manni í heimsókn til barnanna líkt og síðasta vetur. Kalli Manni mun koma til hvers barns, dvelja yfir eina helgi og fá foreldrar og barn tækifæri til að taka myndir og segja frá í sérstakri bók hvað gerðist í heimsókninni.

Framundan er að skipuleggja hópastarfið og stöðvavinnuna og nýta umhverfið okkar til að örva, hvetja og fræða börnin um Hafið og lífríki þess.

Við minnum nýja foreldra á að koma með möppur fyrir börnin, þar setjum við myndir, skráningar, verkefni og annað sem barnið gerir í leikskólanum - persónumappa/ferilmappa barnsins.

Ennfremur minnum við á að koma með aukaföt, húfu, vettlinga, peysur fyrir börnin.

Föstudaginn 30. ágúst verður skertur dagur í leikskólanum. Þá lokum við kl. 12.00 vegna skipulagsdags kennara.

Bestu kveðjur og góða helgi,

kennarar á Hlíð.


© 2016 - 2020 Karellen