news

Fréttapistill

27. 09. 2019

Kæru foreldrar, takk fyrir þessa viku sem gefið hefur okkur mildara veður og ánægjulegar stundir.

Börnin eru búin að vera í ýmsum verkefnum í hópastarfi og stöðvavinnu, hópur fór í vettvangsferð í Duus að skoða krabba og annað tengt Hafinu, marglyttur hafa sprottið í fremri stofunni sem börnin hafa skapað sjálf, hákarlinn er alltaf vinsæll bæði leik og rannsóknarvinnu auk þess sem annar hópur safnaði sjávargróðri sem verður þurrkaður og skoðaður betur.

Í næstu viku verður Heilsuvika sem allar stofnanir Reykjanesbæjar taka þátt í og ætlum við á Holti að sjálfssögðu að vera með. Áhersla verður á hreyfingu, kraftgöngur, umræður um heilsu og mataræði, matarsóun, tannvernd o.fl. Við ætlum að nýta einn góðviðrisdag til að vera með Holtaleikana okkar, en þá skiptum við útisvæðinu í stöðvar sem börnin fara í. Sem dæmi um stöðvar er: körfubolti, ganga á sandkassanum, toga sig með kaðli upp rennibrautina, kapphlaup og fleira skemmtilegt.

Börnin hafa verið með bangsa í hvíldinni sem er gott mál, en nú eru nokkrar skúffur og hólf farin að fyllast af öðru dóti eða fleiri böngsum og viljum við biðja ykkur vinsamlega að takmarka það magn. Bara einn bangsi í hvíldina og annað dót má vera heima.

Minnum aftur á aukafötin, leikskólinn á takmarkað magn af aukafötum svo mikilvægt er að fylla reglulega á í boxunum.

Skipulagsdagur kennara verður þann 4. október næstkomandi en þá munu kennarar rifja upp áherslur Reggio Emilia, sýn okkar á barnið og fleira skemmtilegt. Þann dag er leikskólinn lokaður.

Samtöl við ykkur foreldra verður í október og verða dagsetningar auglýstar innan tíðar.

Bestu kveðjur og góða helgi.

© 2016 - 2020 Karellen