news

Fréttapistill vikunnar

30. 08. 2019

Kæru foreldrar, takk fyrir þessa viku sem hefur að vanda verið fljót að líða í annríki dagana.

Börnin á Hlíð hafa verið dugleg að nýta sér umhverfið sem tengist hafinu og hlutverkaleikir hafa litast af því að vera sjávardýr, fara í ferð í bát, veiða, eða vera fiskar :) Þau fóru mörg í vettvangsferðir í fjörur og fundu ýmislegt sem við munum skoða og rannsaka á næstu dögum. Fyrsta söngstund vetrarins var í gær fimmtudag og auðvitað voru sungin lög um hafið og sjávardýrin auk þess að taka vel á móti yngstu börnunum á Laut og syngja með þeim.

Tónlistartímar með Geirþrúði hefjast næsta miðvikudag, en börnin skiptast þá í þrjá hópa sem byrja kl. 13.00 - 14.30. Hver tími er 30 mínutur í senn og þar fá börnin að upplifa og þekkja, takt, rytma, söngva, leiki, styrkleika og undraheim tónlistarinnar.

Eins og allir vita er Ljósanæturhelgin framundan í næstu viku og ýmsir viðburðir tengdir henni. Endilega kynnið ykkur áhugaverða dagskrá og njótið með börnunum ykkar. Við höfum verið að hlusta á gamla góða Ljósanæturlagið: Velkomin á Ljósanótt, svo börnin eru alveg að komast í gírinn :)

Í dag er skertur dagur og leikskólinn lokar kl. 12.00. Njótið helgarinnar og hvers annars.

Bestu kveðjur frá kennurum á Hlíð.

© 2016 - 2020 Karellen