news

Fréttapistill vikunnar

28. 02. 2020

Kæru foreldrar, takk fyrir vikuna sem hefur svo sannarlega verið viðburðarrík með skemmtilegum dögum. Við áttum okkar bolludag og börnin átu fiskibollur og rjómabollur með bestu lyst. Á sprengidegi var smakkað á saltkéti og baunum sem fór misvel ofaní börnin. Öskudagur var hinn eiginlegi sprengidagur líka þar sem þau fengu fullt af snakki og pitsu auk þess að skemmta sér vel í búningunum og slá "köttinn úr sekknum".

Veðrið hefur aldeilis verið skemmtilegt fyrir börnin, mikill snjór og var gaman að fylgjast með þeim í gær og í dag stinga sér á kaf í snjóinn og leika sér.

Hún Hera Lind sem er nemi hjá okkur næstu fjórar vikurnar byrjaði á mánudaginn og hafa börnin tekið henni einstaklega vel. Það verður gaman að kynnast henni betur og hvaða verkefni hún vinnur að með börnunum og á deildinni.

Foreldrasamtölin verða þriðjudaginn 17. mars og takið endilega daginn frá. Skipulag og tímasetningar koma í næstu viku.

Síðasta ferð okkar í Tónlistarskólann var í vikunni og að vanda tók Geirþrúður tónlistarkennari vel á móti okkur. Börnin fengu að sjá hin ýmsu hljóðfæri og hvernig þau hljóma, auk þess að ganga um Rokksafnið og fara á lúðrasveitaæfingu.

Minni á að kíkja á aukafötin og bæta í boxin.

Bestu kveðjur og góða helgi.

© 2016 - 2020 Karellen