news

Fréttir frá Hlíð

27. 02. 2019

Sæl öll

Nóg að gera hjá okkur á Hlíð og febrúar mánuður flogið áfram, tíminn líður hratt þegar það er gaman.

Foreldrasamtölin verða þann 22. mars næstkomandi á skipulagsdegi. Þá ætlum við í fyrsta sinn að hafa heilan dag fyrir allan leikskólann. Undanfarið hafið þið kæru foreldrar fengið að velja ykkur tíma en nú munu kennarar setja upp skipulagið og úthluta tíma ef þið hafið einhvern óska tíma látið þá okkur vita sem fyrst. Vinsamlega takið þennan dag frá og munum við birta skipulagið sem fyrst.

Framundan eru skemmtilegir og þjóðlegir dagar, Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur. Við munum að sjálfssögðu háma í okkur bollur af ýmsum toga, gæða okkur á saltkjöti og baunum auk þess að klæða okkur upp á öskudegi og "slá köttinn úr sekknum". Á öskudegi munum við hittast í salnum - slá "köttinn" og gæða okkur á snakki og saltstöngum - börnin á yngri gangi Laut og Lundur hittast kl. 9.30 í salnum en eldri gangur, Hlíð og Kot, hittast kl. 10.00.

Kveðja kennarar á Hlíð


© 2016 - 2020 Karellen