news

Fréttir vikunnar

06. 09. 2019

Kæru foreldrar á Hlíð.

Þessi Ljósanæturvika hefur gengið vel og auðvitað höfum við sungið Ljósanæturlagið og raulað Gamli bærinn nokkrum sinnum. Börnin bíða spennt eftir fjörinu um helgina :) Verkefni vikunnar hafa verið mismunandi, vettvangsferðir, hópastarf og mikill leikur sem einkennist af hafinu, sædýrum, köfurum og fleiru sem tengist viðfangsefninu okkar. Söngstundir í sal eru byrjaðar og eru sem fyrr á fimmtudagsmorgnum kl. 9.10.

Tónlist hjá Geirþrúði hófst á miðvikudag og voru börnin alsæl að fá að leika og spila á hljóðfærin. Tónlistarstundirnar eru frá kl. 13.00 - 14.00, börnunum er skipt í þrjá hópa, 30 mínútur í senn.

Nú þegar höfum við gert skráningar um bæði leik og viðfangsefni barnanna sem fara í möppurnar þeirra.


Látum þetta duga í bili,

bestu kveðjur og góða Ljósanæturhelgi.

© 2016 - 2020 Karellen