news

Fréttir vikunnar

13. 09. 2019

Kæru foreldrar

Enn er ný vika nær liðin og margt hefur á daga okkar drifið. Hópastarfið gengur mjög vel og nú eru að myndast hópar um þrenn viðfangsefni sem eru: Marglyttur og kolkrabbar, hákarlar í sjónum og svo kafarar. Nú fara börnin að leita sér að upplýsingum, rannsaka og velta fyrir sér þessa hluti á ýmsa vegu.

Börnin hafa verið að teikna, spila á spil, leira, syngja og leika sér með viðfangsefnið auk þess að fara í ferðir og skoða myndbönd. Kennararnir eru duglegir að taka myndir og skrá hvað börnin eru að upplifa og rannsaka - þær skráningar fara í persónumöppurnar þeirra :)

Bangsinn Blær hefur heimsótt okkur í vikunni og minnir okkur á vináttuna og vera góð hvort við annað. Börnin hafa hlustað á og sungið nokkra söngva sem fylgja þessu frábæra vináttuverkefni frá Barnaheill.

Börnin hafa verið að sýna mikinn áhuga á að teikna og skrifa og nú er verið að nýta þann áhuga til að skrifa nafnið sitt og merkja teikningarnar. Einnig eru kennararnir að kanna grip barnanna og sjá hvar þau standa með það.

Framundan eru skemmtilegir tímar í að kanna Hafið og undraveröld þess.

Börnin hafa verið að koma með bangsa í hvíldina og er það hið besta mál. Hins vegar biðjum við ykkur að takmarka magnið og stærðina á slíkum böngsum. Börnin hafa einn bangsa til að hafa í hvíldinni og geyma hann í skúffunni sinni þar sem plássið er ekki mikið.

Eins og mörg ykkar muna vorum við með köttinn Brand sem heimsótti börnin yfir helgi þeim til mikillar gleði. Nú er sæhesturinn Kalli Manni kominn í staðinn og ætlar að byrja heimsóknirnar. Þetta er skemmtilegt verkefni heimilis og skóla og kemur inn á málörvun, lestur bóka, skilning og tengsl við Hafið. Dregið var út fyrsta barnið sem fer með Kalla Manna heim og fylgir bók sem þið foreldrar skráið um heimsóknina. Góða skemmtun :)

Góða helgi og njótið samvistanna.


© 2016 - 2020 Karellen