news

Fréttir vikunnar

20. 09. 2019

Kæru foreldrar á Hlíð.

Þessi vika hefur verið viðburðarrík með ýmsum hætti. Í hópastarfi og stöðvavinnu hefur margt verið brallað og er lærdómsgleði og hugmyndir barnanna stórkostlegar. Einn hópur fór í vettvangsferð í Netagerð Suðurnesja, þar sem mjög vel var tekið á móti börnunum og fengu þau bæði net og netakúlur til að taka með í leikskólann. Annar hópur bjó til sjávardýr á standi og gerði sögu um þau. Börnin hafa einnig verið að fræðast meira um hákarla, fiska, marglyttur og önnur sjávardýr. Hafið er óþrjótandi viðfangsefni og börnin njóta þess að vera þátttakendur :)

Veðrið hefur verið nokkuð votviðrasamt og viljum við biðja ykkur að fylla á fataboxin því mikið hefur blotnað þessa vikuna. Endilega kíkið líka í þurrkskápana þar sem óskilamunirnir eru - það er nóg af þeim þessa dagana.

Kalli Manni sæhestur mun rata á eitthvað heimili um helgina - góða skemmtun :)

Góða helgi öll sömul og njótið samvistanna.


© 2016 - 2020 Karellen