news

Fréttir vikunnar

11. 10. 2019

Kæru foreldrar.

Börnin á Hlíð hafa verið dugleg þessa vikuna í ýmsum verkefnum. Unnið hefur verið með afmælisdagaverkefni, þar sem börnin hafa teiknað og klippt út mismunandi fiska sem við munum festa í net með andlitsmynd af þeim. Netið mun hanga í leikstofunni - afmælisdaganetið okkar :) Einnig hafa mörg hver farið í vettvangsferðir að leita að fiskum og marglyttum og einn hópur fór í Víkingaheima að skoða skip, fiska og fugla. Lundinn kom þar sterkur inn og auðvitað víkingaskipið sem þau fengu að leika sér í. Eitt foreldri kom færandi hendi með nokkra fiska sem við skoðuðum gaumgæfilega og reyndum að finna út hvað hétu. Einnig verkuðum við einn fiskinn og skoðuðum hvað væri inn í honum - það þótti börnunum mjög spennandi.

Veðrið hefur kólnað all mikið og því biðjumvið ykkur að hafa flíspeysur, vettlinga, kuldaskó, húfur og annað sem hentar veðrinu hverju sinni. Við minnum þó á að mörg börn hafa fjölda skó-para sem taka pláss, gott ef hægt er að taka heim hverju sinni og sjá hvað hentar fyrir hvern dag.

Við héldum afmælisveislu í vikunni þar sem þrjú börn áttu afmæli nú í október. Til hamingju með 4. ára afmælið :)

Framundan er áframhaldandi skemmtileg verkefni, sem dæmi ætlar einn hópur sem hefur gert sögu að sýna hinum börnunum á deildinni og koma fram í söngstund. Börnin eru að syngja ýmsi lög í tengslum við hafið og er gaman að vita ef söngurinn berst heim til ykkar.

Bestu kveðjur og góða helgi.

© 2016 - 2020 Karellen