Vika

03. 10. 2018

Góðan daginn

Smá fréttir af okkur á Hlíð. Ásdís er nýr starfsmaður hjá okkur á Hlíð og verður vinnutími hennar frá 8-16 við bjóðum hana velkomna til okkar.
Í dag eins og alla miðvikudaga er tónlist hjá Geirþrúði sem börnin heinlega elska að fara í og er alltaf mikill spenningur fyrir Geirþrúðardeginum????Tónlistartímarnir eru hjá okkur eftir hádegi frá kl. 13:00 til 14:30 og er börnunum skipt í þrjá hópa.
Hópastarfið gengur vel og eru öll börnin búin að fara í heimsókn í Víkingaheima og töluðu börnin mikið um stóra skipið þar og vildu sum börnin meina að þetta væri sjóræningjaskip. Þau voru líka mikið að velta því fyrir sér hver ætti heima í Víkingaheimum, niðurstaðan var sú að það ætti engin heima þar heldur væri þetta svona vinnubær????.
Við erum núna að skipta börnunum niður í fjóra hópa eftir áhugasviði barnanna og hópstjórar verða Aníta, Kristjana, Kara og Rósa.
Kisan okkar ætlar að kíkja í fyrstu heimsókn um helgina og þar sem okkur þótti heimavinnan með henni svo skemmtileg síðasta vetur ætlum við að halda henni áfram.
í vetur ætlar kisan að vera með smá heimavinnu fyrir fjölskylduna,
• þið veljið með barninu uppháhalds bók.
• lesið fyrir barnið nokkrum sinnum yfir helgina t.d þegar á að fara að sofa.
• Þið veljið eitt orð úr bókinni og eruð dugleg að nota það yfir helgina og ræða saman um orðið.
Bókin okkar er:
Orðið okkar er:

Foreldrasmtölin hjá okkur á Hlíð verða miðvikudaginn 24. okt og mun fljótlega koma skráningarlisti við hurðina inn á deild, ef þið hafið einhverjar sér óskir um tíma hafið samband við deildarstjóra.
Kveðja kennarar á Hlíð

© 2016 - 2019 Karellen