Vikan 14-19 okt

17. 10. 2018

Góðan daginn

Kisan okkar hafði það mjög gott um helgina og lenti í ýmsum ævintýrum. Bókin að heiman var Fjörugt ímyndunarafl og orðið var ímyndunarafl. Það eru búnar að skapast mjög skemmtilegar umræður um orðið t.d. vorum við að prufa í gær að ímynda okkur að það væri sól og sumar.

Foreldrasamtöl eru í næstu viku á þriðjudaginn frá 14:00 til 15:40 og á miðvikudaginn frá 8:00 til 14:00 það eru listar komnir upp til að skrá sig inn í fataklefa hjá Hlíð.

Stöðva-og hópavinnan ganga mjög vel og eru börnin öll komin í hópa eftir þeirra áhugasviði. Í stöðvavinnu hafa börnin verið að velja t.d. hugarfrelsi, spila, hlutverkaleik, kubbasmiðju og útiveru, svo eru auðvitað vettvangsferðir sem eru mjög vinsælar.

Það hefur borið nokkuð á því undanfarið að börnin eru að koma með dót að heiman með sér í leikskólann og hefur það valdið truflun á deildinni þar sem börnin verða mjög upptekin af dótinu og svo hefur dótið í einhverjum tilfellum týnst. Ef að börnin vilja koma með eitthvað að heiman því að oft veitir það barninu öryggistilfinningu þá er alveg upplagt að koma með bók sem að hægt er jafnvel að lesa í samveru.

Kveðja kennarar á Hlíð

© 2016 - 2019 Karellen