news

Vikan

23. 10. 2020

Vikupóstur

Kæru foreldrar

Okkur kennurunum á Hlíð langar að hrósa og þakka ykkur fyrir umburðarlyndina síðustu vikur á þessum skelfilegum covid tímum án ykkar gætum við ekki haldið svona vel utan um þetta þannig að þið eigið öll hrós skilið.

Hópastarfið á deildinni gengur rosalega vel og eru allir hópar komnir vel á veg með viðfangsefnið okkar „á milli fjall og fjöru“

Við deildarstjórar og leikskólastjóri tókum þá ákvörðun að taka þátt í Hrekkjavöku í ár og mega börnin koma í búningum eða náttfötum í leikskólann föstudaginn 30. Október.

Ég ætla líka að bjóða ykkur foreldrum sem að viljið símatíma í foreldraviðtal þar sem að foreldrasamtölin duttu út í byrjun október. Þannig að ef þið viljið tíma þá bara ræðið við mig og við finnum tíma sem að hentar ykkur.

Eigið góða helgi kennarar á Hlíð


© 2016 - 2020 Karellen