news

Vikan 24-31 okt.

31. 10. 2018

Dagarnir líða hratt þegar gaman er og er það sannarlega hjá okkur. Hópastarfið gengur vel og eru allir hópar komnir vel á veg með sína vinnu.

Kisan okkar fer reglulega í helgarheimsóknir og skemmtir sér alltaf jafn vel og orðin að heiman búin að vera skemmtileg viðbót við orðaspjallið okkar. Við höfum verið að vinna með orðin litskrúðug/ur, ímyndunarafl, gæta sín og þakklæti.

Bangsa-og náttfatadagurinngekk mjög vel og það komu margir mjúkir bangsar með í leikskólann og börnin sátt með að þurfa ekki að klæða sig fyrir daginn.

Kveðja kennarar á Hlíð

© 2016 - 2020 Karellen