Vikan 3-10 okt. 2018

10. 10. 2018

Kæru foreldrar

Það var aldeilis fjör hjá kisunni okkar um helgina og bíður hún spennt eftir næstu helgarheimsókn. Þar sem við getum ekki sett myndir hér hver er að fá kisu í heimsókn ætlum við að nota karellen og því er mjög mikilvægt að allir séu með aðgang/lykilorð þar.
Orðið að heiman var litskrúðug/ur og bókin var um fílinn Elmar en hann er nú einmitt mjög litskúðugur.

Börnin eru byrjuð í sínum hópum með sínum hópstjóra og eru hóparnir að vinna með stærðfræði, sögur/tröll, umhverfi/faratæki og umhverfi/byggingar. +

Í tilefni af Heilsuvikunni hélt leikskólinn Holtaleika á útisvæði þriðjudag í síðustu viku. Þá fóru börnin í ýmsar skemmtilegar stöðvar s.s. körfubolta, klifra í kastalanum og í spretthlaup.

Í þessari viku eru fjórir kennarar á Holti í heimsókn til Svíþjóðar að fræðast um Reggio leikskólastarf í leikskólanum Katarina-våstra í Stokkhólmi. Þetta er hluti af Erasmus+ verkefninu okkar.

Nú er verið að vinna að nýrri heimasíðu sem kemur í gegnum Karellen og biðjum við foreldra að sýna þolinmæði þar sem við erum enn ekki búnar að setja myndir á þá síðu og birta til ykkar foreldra. Eins og allir vita þurfum við að huga að persónuverndarlögum sem tengjast myndbirtingum o.fl.

Á föstudagin 12. okt ætlum við að halda upp á bleika daginn og gaman væri ef sem flestir gætu mætt í einhverju bleiku.

Á sunnudaginn 14. okt er íþróttadagur foreldrafélagsins kl. 10:30-11:30 í íþróttahúsi Akurskóla.

Kveðja Kennarar á Hlíð

© 2016 - 2019 Karellen