vikan 1-7 nóvember

09. 11. 2018

Smá fréttir af okkur á Hlíð

Takk fyrir kæru foreldrar fyrir góð og gagnleg foreldrasamtöl alltaf gott að hitta ykkur og þau ykkar sem ekki komust endilega hafið samband við deildarstjóra og við finnum tíma saman.

Hópastarfið gengur mjög vel og eru börnin búin að vera að skoða nánasta umhverfi sitt og ýmislegt sem þau hafa upplifað og séð t.d í vettvangsferðum. Ásdís er tekinn við hópnum hennar Anítu þar sem Aníta er komin í 50% veikindafrí og vinnur frá 11:45-15:45.

Við erum mjög dugleg að lesa á Hlíð og nú ætlum við að prófa að lesa framhaldsögur fyrir þau í hádeginu þrátt fyrir ungan aldur barnanna enda eru þau algjörir lestrarhestar. Það voru einhverir foreldrar í samtölunum að biðja okkur um að mæla með bókum til að lesa fyrir börnin. Bækurnar hennar Áslaugar Jónsdóttur eru frábærar t.d litla og stóra skrímslið svo eru það bækurnar um Greppikló þær slá alltaf í gegn og líka bækurnar eftir þau systkinin Þórarinn og Sigrúnu Eldjárn.

Í næstu viku 13. nóvember er skipulagsdagur og er leikskólinn lokaður þann dag.

16. nóvember er dagur íslenskrar tungu og ætlum við að halda upp á hann og höfum við aðeins verið að ræða við börninn um þennan dag og verið að segja börnunum frá Jónasi Hallgrímssyni skáldi og er gaman að heyra og sjá hvað börnin eru áhugasöm. Eitt barnið spurði kennara ,,hvað heitir aftur þarna kallinn sem væri 211 ára og elskaði Ísland og tunguna okkar".

Kveðja kennarar á Hlíð

© 2016 - 2019 Karellen