news

vikupistill

28. 08. 2020

Kæru foreldrar þessar þrjár vikur hafa flogið áfram. Við og börnin ykkar erum búin að njóta þess að eiga rólegar stundir saman og erum við búin að nýta góða veðrið þessar vikur í útiveru.

Einnig höfum við kennararnir fengið að njóta þess að fara á örnámskeið hér í leikskólanum sem að Anna Sofía, Imba og Ella hafa haldið fyrir okkur.

Í næstu viku ætlum við að fara að huga að verkefninu okkar sem ber nafnið „ Milli fjalls og fjöru“. Við munum byrja á því að fara í nokkrar vettvangsferðir og skoða nærumhverfið okkar.

Núna er farið að kólna í veðri og er mikilvægt að börnin ykkar séu með allar nauðsynjar í hólfinu sínu húfu, vettlinga, hlýja peysu og jafnvel flísbuxur.

Eigið góða helgi, kennarar á Hlíð© 2016 - 2020 Karellen