news

Desembermánuður á Lundi

05. 12. 2019


Kæru foreldrar

Í morgun kom leikhópur á Holt og börnin sáu jólaleikritið Jólin hennar Jóru. Leikritið var mjög skemmtilegt og börnin voru alveg til fyrirmyndar svo dugleg að hlusta.

Á morgun föstudag verður smákökubakstur og piparkökurskreytingar á Lundi við byrjum um 9:30 svo gott væri ef börnin væru komin á þeim tíma.

Í næstu viku heldur svo jóladagskráin áfram á þriðjudag verður jólamorgunmatur í boði frá 8:15-9:30 þar sem þið foreldrar eruð velkomin.

Á miðvikudaginn er kirkjuferð kl 10.

Fimmtudaginn 19.desember verður svo jólaball á Holti fyrir öll börnin og jólamatur í hádeginu.

Á næstu dögum verður hengd upp könnun um mætingu barna í kringum jól og áramót svo endilega skráið þar hvort börnin ykkar mæta þá daga sem spurt er um.


Njótið aðventunnar

Jólakveðjur frá Lundi© 2016 - 2020 Karellen