news

Fimmtudags/föstudagskveðjur

08. 10. 2020

Föstudagskveðjur á fimmtudegi.

Fyrst eru það minnispunktarnir:

Vikan er búin að vera uppfull af hópavinnu og hugarkortum. Erum á fullu að vinna í því að grafa ofan í áhuga barnanna á náttúrunni og öllum þeim undrum og fegurð sem hún hefur upp á að bjóða.

Bæði erum við að þreifa okkur áfram í vettvangsferðum en þar fáum við tækifæri til að skoða koma við, finna lykt og jafnvel smakka á. Annars vegar erum við að taka með okkur inn ítarefni úr vettvangsferðum þá höfum við tækifæri til að skoða nánar það sem vakti áhuga okkar. Hvort sem það er í gegnum stækkunargler, smásjá eða bara með því að horfa á og handfjatla.

Það verður allavegana nóg um að gera hjá okkur bara svona eins og við viljum hafa það, þó eru við að gefa okkur tíma í smá slökun og bókalestur, ekki alltaf stanslaust partý.


Langaði að þakka ykkur kæru foreldrar að taka svona virkan þátt í smitvörnum með okkur, afskaplega leiðinlegt að vera alltaf TuðandiNonni. Svo takk fyrir að gæta að hvort öðru og taka tillit til náungans í fataklefanum.

Við klárum þetta saman, Sótthreinsuð í döðlur.


Nú féllu foreldra viðtölin niður en auðvitað ef það er eitthvað sem þið þurfið að ræða þá endilega koma og tala við mig (Viktoríu) eða einhverja af okkur inn á Lundi. Við erum ekkert hættulegar, erum óttalega ljúfar og góðar.

Næsta vika: Við höldum bara áfram í vettvangsferðum, að vera dásamleg, sprittum okkur og höldum fjarlægð.

Takk og góða helgi kæra fólk.
Njótið helgarinnar sjáumst svo á mánudag.

© 2016 - 2021 Karellen