news

Föstudagskveðjan

23. 10. 2020

Gleðilegan föstudag kæra fólk.

Örstutt sóttvarnartilmæli svo er ég hætt að ræða um *þiðvitiðhvað*, þar til annað kemur í ljós og við látum ykkur alveg vita erum við enn þá að vinna með Poka í hólf á mánudag og Pokar heim á föstudögum – Við sjáum svo um að ganga frá fötum upp úr og ofan í.
- Litla þjónustan-!

Vikurnar halda áfram að stinga af frá okkur og við erum að nálgast lok Októbers. Oooog gaman að minna á það að föstudaginn 30.október ætlum við á Holti að skella í smá Hrekkjavöku-gleði. Það verður eitthvað fjör í því. Öllum frjálst að mæta í búningum, náttfötum, sínum fötum eða einhverra annara manna fötum. Bara eins og þið viljið hafa það.

Langar að þakka öllum fyrir skemmtileg samtöl. Gott að heyra aðeins í ykkur þar sem erfitt getur verið að reyna miðla upplýsingum á hraðferð svo þetta var æðislegt. Auðvitað alltaf velkomin að hafa samband við okkur, hægt að hringja beint í okkur, senda skilaboð á karellen eða bara tölvupóst, veit ég er búin að impra á þessu mörgum sinnum en góð vísa er aldrei of oft kveðin – eða eitthvað í þá áttina.

Vikan sjálf var að sjálfsögðu æðisleg, það er ótrúlega gaman hjá okkur á Lundi, engar ýkjur. Það er alltaf tilefni til að hlæja og hafa gaman og á sömu stundu að ræða alvarleg mál eða fá smá hárfikt og faðmlög. Svo erum við á fullu í hópastörfum, þar erum við í vettvangsferðum, listaverkagerðum eða bara áspjallinu.

Þessi var eitthvað óvenjulega stuttur pistill.

Óska ykkur bara gleðilegrar helgi og njótið.
Takk fyrir vikuna sjáumst á mánudag.

-Lunda konur.

© 2016 - 2020 Karellen