Föstudagspistill

23. 11. 2018

Kæru foreldrar.

Takk fyrir vikuna sem hefur liðið ljúflega við mismunandi viðfangsefni og yndislegt veður. Börnin hafa verið í hópastarfinu sínu að skoða eiginleika vatns, leika og hlusta á tónlist, búa til sögur, skoða báta og tröll. Stöðvavinna hefur einkennst af vettvangsferðum í Narfakotsseylu, Hugarfrelsi, tónlist, leikjum með vatnið, ljósi og skuggum í kubbasmiðju o.fl. Börnin hafa verið að heyra um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og fræðast um hver réttindi þeirra eru. Umræður hafa verið um rétt hvers barns að eiga sitt eigið nafn, heimili, foreldra, ríkisfang, skólagöngu o.fl. Í framhaldi komu samræður um að mörg börn eiga ekki mat, föt eða það sem við teljum sjálfssagt í lífinu.

Eins og flestir vita var Systa deildarstjóri ásamt öðrum kennurum á Ítalíu að kynna sér enn betur starfsaðferðir leikskólanna í Reggio Emilia. Þetta var mikil upplifun og drifkraftur inn í starfið okkar, að sjá það faglega og flotta starf sem kennarar eru að vinna með börnunum. Bæði efniviður og allt umhverfið heillaði kennarana og gaman að sjá hvort þessi áhrif fari að sjást meira í okkar leikskóla :)

Bestu kveðjur og góða helgi.

© 2016 - 2019 Karellen