Föstudagspóstur

11. 01. 2019

Kæru foreldrar, takk fyrir þessa viku sem hefur liðið hratt eftir að við kvöddum jólin síðustu helgi.

Vikan hefur einkennst af rigningarveðri sem börnin hafa ekki látið á sig fá, vettvangsferðum, strætóferð, málörvun og rími, listum og leikjum. Við erum að hefja meiri málörvun, þá sérstaklega rím, vísur og söngvar. Við ætlum að byrja á málörvunar og hljóðaverkefninu "Lubbi finnur málbein" í næstu viku. Þar ræðum við um bókstafi og hvernig þeir hljóða um leið og við fylgjust með hundinum Lubba á ferð um Ísland.

Listahátíð barna er að venju í maí mánuði og nú verður áhersla á rusl, hvernig við endurnýtum og förum vel með umhverfið okkar. Við ætlum að gera listaverk þar sem rusli verður breytt í eitthvað fallegt og skemmtilegt auk þess að læra nýja söngva um efnið.

Þorrinn er á næsta leyti og því munum við ræða um Ísland fyrr og nú, syngja, halda smá þorrablót í leikskólanum og hitta Þorra kóng í söngstund. Bóndadagur er þann 25. janúar. Við auglýsum þetta betur þegar nær dregur.

Þann 6. febrúar er Dagur leikskólans og munum við hér í leikskólanum Holti halda upp á daginn með ýmsu móti. Farið verður í hina hefðbundu ljósagöngu upp að Akurskóla og sungið fyrir grunnskólabörnin en auk þess verða ýmsar uppákomur í sömu vikunni - nánar auglýst síðar.

Bestu kveðjur og góða helgi.


© 2016 - 2019 Karellen