news

Fréttabréf

02. 10. 2019

Kæru foreldar

Þessa viku er heilsuvika í leikskólanum og dagskrána má nálgast á heimasíðu leikskólans. Það sem verður til dæmis í boði eru Holtaleikar og ávaxtakynning.

Í gær byrjaði ný stelpa hjá okkur á Lundi og við bjóðum hana velkomna til okkar. Börnin voru mjög spennt og tóku vel á móti henni.

Börnin eru orðin mjög sjálfbjarga og dugleg að klæða sig í og úr í fataklefanum og ganga frá eftir sig sjálf líka. Það verður stundum til þess að föt barnanna fara á flakk á milli hólfa. Við gerum okkar besta til þess að fara yfir hólfin og koma öllu á sinn stað. Við viljum þess vegna hvetja ykkur sérstaklega til að merkja vel allan fatnað svo hann komist frekar til skila á sinn stað.

Við minnum svo á að á föstudaginn er skipulagsdagur og þann dag er leikskólinn lokaður.

Kveðja starfsfólkið á Lundi

© 2016 - 2020 Karellen