news

Fréttabréf

16. 10. 2019

Kæru foreldrar

Þemað okkar hafið er í fullum gangi þessa dagana. Við höfum verið að fara í vettvangsferðir ásamt því að vinna með fiska og báta í listasmiðju, kubbasmiðju og sögusmiðju. Í vísindasmiðju höfum við svo verið að skoða sjávargróður og dýralífið sem hefur komið með okkur í leikskólan eftir vettvangsferðir.

Í gær fengum við fiska til að kryfja í leikskólanum, þeir voru kryfjaðir inni á eldri deildum en við á Lundi fengum að skoða fisk eftir að hann var kryfjaður í gær. Við sáum að fiskurinn hafði gætt sér á loðnu áður en hann var veiddur og börnum fannst mjög merkilegt að sjá það.

Við minnum ykkur svo á að fara vel yfir hólf barnanna og koma með fatnað eftir veðri. Við viljum gjarnan að allir séu með hlýja peysu, húfur, vettlinga og stígvél alla daga.

Miðvikudaginn 6.nóvember er skertur dagur og þá lokar leikskólinn klukkan 12. Dagurinn fer í fundi og undirbúningsvinnu starfsfólks.


Kveðja frá starfsfólkinu á Lundi

© 2016 - 2020 Karellen