Fréttapistill vikunnar

09. 11. 2018

Kæru foreldrar

Þessi vika hefur verið viðburðarík að venju og veðrið sömuleiðis :) Börnin nutu þess að fá snjóinn, leika sér, búa til engla, safna, moka og auðvitað borða nóg af honum. Hópastarfið er í fullum gangi og hugmyndir barnanna fá að njóta sín, þau hafa verið að gera tilraunir með vatn og snjó, fara í vettvangsferðir, vinna með sögur o.fl. Stöðvavinnan hefur einkennst af upplifun, tónlist, stafrænum leikjum, kubbasmiðju og auðvitað listsköpun af ýmsu tagi.

Í næstu viku höldum við áfram í verkefnum okkar og leik auk þess að njóta umhverfisins í kringum okkur. Skipulagsdagur leikskólans verður þriðjudaginn 13. nóvember og þá er leikskólanum lokað vegna funda og vinnu kennara. Föstudaginn 16. nóvember höldum við upp á Dag íslenskrar tungu með uppákomu í salnum. Þá verða börnin með atriðiði, hver á sinni deild, syngja og skemmta hvert öðru. Að vanda fær eitt heppið barn að fara með köttinn Brand heim og það er alltaf gaman að sjá hvaða orð kemur til okkar. Munið að barnið má koma með viðkomandi bók og sýna hinum.

Fjórir kennarar ásamt leikskólastjóra eru að fara til Ítalíu í næstu viku og heimsækja borgina Reggio Emilia. Þar er vagga okkar starfs sem við byggjum á - að kynnast öllum þeim 100 málum sem börn hafa og leyfa einstaklingum að njóta sín til fulls og blómstra.

Bestu kveðjur og góða helgi.

© 2016 - 2019 Karellen