news

Fréttir frá Lundi

18. 11. 2019

Kæru foreldrar

Tíminn flýgur áfram. Börnin eru öll komin á kaf í þemavinnu og afraksturinn farinn að prýða deildina okkar. Kúla fór um helgina heim með einu barni og skemmti sér konunglega og hlakka til að fá að fara í næstu heimsókn. Jólaundirbúningurinn er hafinn börnin hafa verið að útbúa jólagjafir og föndra jólaskraut. Í næstu viku byrjum við að æfa jólalögin og í byrjun desember ætla börnin að baka smákökur sem þau bjóða ykkur uppá í jólamorgunverðinum 10.desember. Það er því nóg um að vera framundan hjá okkur á Lundi.

Kveðja starfsfólkið á Lundi

© 2016 - 2020 Karellen