Jólafréttir af Lundi

12. 12. 2018

Kæru foreldrar.

Nú eru jólin að nálgast, fyrsti jólasveinninn kominn, jólaballið rétt afstaðið, kirkjuheimsókn í morgun og fleira skemmtilegt á næstu dögum. Börnin á deildinni hafa verið dugleg í sínu hópa- og stöðvavinnu starfi og brallað ýmislegt. Þau búin að baka og undirbúa foreldramorgunverðinn auk þess að búa til og pakka inn jólagjöf til pabba og mömmu :) :) Framundan er Jólaball í salnum og jólamatur þann 14. desember fyrir börnin og svo jólamorgunverður fyrir ykkur foreldra þann 18. desember kl. 8.15 - 9.30 - verið hjartanlega velkomin að eiga gæða stund yfir kakóbolla, brauðimeti og súkkulaðismákökum.

Næstu daga ætlum við að njóta aðventunnar, skoða jólaljósin, syngja jólalög, heyra jólasögur og eiga notalegar stundir í fjölbreyttu leik og starfi leikskólans.

Við minnum á að skrifa á blaðið vegna daganna milli jóla og nýárs - vegna matarinnkaupa leikskólans.

Kær kveðja frá kennurum á Lundi.© 2016 - 2019 Karellen