news

Nýárskveðja

04. 01. 2019

Kæru foreldrar, gleðilegt nýtt ár.

Nú er nýtt ár að hefjast og spennandi verkefni framundan. Við höldum áfram í hópastarfi með Bæjarfélagið okkar, stöðvavinnan er fjölbreytt og meiri áhersla verður lögð á málvitund, rím, orðaforða og orðaleiki. Bryndís er að fara í fæðingarorlof í febrúar og stað hennar er komin Kristín leiðbeinandi sem við bjóðum hjartanlega velkomna til okkar. Hún er þegar komin á deildina að kynnast starfinu og börnunum sem hafa tekið henni mjög vel.

Leikskólakennaranemi frá Háskólanum á Akureyri er að koma til okkar frá janúar til mars. Þetta er hún Jóhanna Eldborg sem kemur einu sinni í viku yfir 10 vikna tímabil.

Við hlökkum til samskipta á nýju ári og minnum á Þrettándagleðina á sunnudaginn hér í Reykjanesbæ.

Góða helgi :)

© 2016 - 2020 Karellen