news

Sjóræningjaþema á Lundi

05. 02. 2020

Kæru foreldrar.

Það hefur verið nóg að gera hjá börnunum á Lundi síðustu daga.

Á fimmtudaginn var þorraþema á söngstund og börnin fengu að sjá gamla muni og fræðast ásamt því að fá þorrasmakk í matstofunni.

Börnin eru öll mjög áhugasöm um sjóræningja þessa dagana og þemað okkar tengt hafinu snýr aðalega að sjóræningjum þessa dagana. Börnin hafa í litlum hópum farið í vettvangsferð að höfninni í Keflavík og skoðað báta og farið í Víkingaheima og að skoða skipin þar. Börnin hafa einning verið mjög skapandi og útbúið sjóræningjafána, kíki og eru í óðaönn að leggja lokahönd á gullkistu og ætla í framhaldi að útbúa fjársjóð í hana líka.

Veðrið er mjög breytilegt og við viljum biðja ykkur um að hafa bæði pollaföt og kuldagalla í hólfunum svo börnin geti farið vel útbúin út í öllum veðrum.

Á morgun er dagur leikskólans og af því tilefni verður ljósaganga. Sjá nánari upplýsingar hér: http://www.leikskolinnholt.is/frettir/Skolafrettir/almennt/Dagur-leikskolans-6_-februar-2020-2021/

© 2016 - 2020 Karellen