okt

10. 10. 2018

Góðan dag kæru foreldrar. Vinsamlega lesið allan póstinn.

Vikan er senn á enda og við finnum að kuldinn er að sækja að okkur og því mikilvægt að klæða sig vel.
Börnin eru byrjuð í sínum hópum með sínum hópstjóra og nú þegar er einn hópurinn kominn með verkefni um báta í bæjarfélaginu okkar. Tónlistin skapar sinn stóra sess hjá okkur, börnin eru mjög dugleg að syngja og núna eru þau að æfa lagið: Hvert er horfið laufið, sem tengist að sjálfssögðu haustinu.
Í tilefni af Heilsuviku hélt leikskólinn Holtaleika á útisvæði síðasta þriðjudag. Þá fóru börnin í ýmsar skemmtilegar stöðvar s.s. körfubolta, klifra í kastalanum og í spretthlaup.
Foreldrasamtölin sem áttu að hefjast þann 10. október frestast þar til viku síðar eða þann 17. október.
Í næstu viku fara fjórir kennarar á Holti til Svíþjóðar til að fræðast um Reggio leikskólastarf í leikskólanum Katarina-våstra í Stokkhólmi. Þetta er hluti af Erasmus+ verkefninu okkar.
Nú er verið að vinna að nýrri heimasíðu sem kemur í gegnum Karellen og biðjum við foreldra að sýna þolinmæði þar sem við erum enn ekki búnar að setja myndir á þá síðu og birta til ykkar foreldra. Eins og allir vita þurfum við að huga að persónuverndarlögum sem tengjast myndbirtingum o.fl.
Í næstu viku höldum við áfram í spennandi hópastarfi og finnum okkur áhugverð verkefni í stöðvavinnunni.

Bestu kveðjur og góða helgi

© 2016 - 2019 Karellen