Bleikur dagur

12. 10. 2018

Kæru foreldrar.

Það eru góðar fréttir af okkur á Lundi og dagarnir viðburðarríkir og skemmtilegir. Börnin hafa verið í sínum hópum, farið í vettvangsferðir, skoðað báta, sundlaug, skessuspor o.fl. Í stöðvavinnunni hafa börnin farið í Listasmiðju og vísindasmiðju auk þess að æfa sig í Hugarfrelsi og jóga.
Nú er haustið í fullum gír, bæði hiti og kuldi í loftinu og því gott að hafa mikið af aukafötum í kössunum, vettlinga til skiptana, hlýjar peysur o.fl.
Foreldrasamtölin hefjast í næstu viku, þann 17. október og endilega skrifið ykkur á listann sem er í fataklefanum. Við hlökkum til að eiga samtalið við ykkur,
Í dag er bleikur dagur og gaman að sjá hvað margir mæta í einhverju bleiku í tilefni dagsins. Cheerios og bleik mjólk var í morgunverð og svo er pizza í hádeginu - þvílík gleði.
Við höldum áfram að gera skemmtilega hluti í næstu viku, uppgötva, rannsaka og kanna bæjarfélagið okkar enn betur.
Minnum á íþróttadaginn á vegum foreldrafélagsins á sunnudaginn frá 10.30 - 11.30 í Akurskóla.

Bestu kveðjur og góða helgi.

© 2016 - 2019 Karellen