vikupistill

05. 11. 2018

Kæru foreldrar. Takk fyrir þessa viku og að fá að deila henni með gullmolunum ykkar.

Kærar þakkir enn og aftur fyrir góð og gagnleg samtöl sem segir okkur hvað það skiptir máli að ræða saman um barnið.
Börnin hafa verið í ýmsum verkefnum bæði í hópunum sínum og í stöðvavinnu - vinna með sundlaugar og vatn, báta, tröllaspor og náttúruna.
Við höfum leikið okkur með sögur og ævintýri, heyrt um Línu langsokk, Rauðhettu og fleiri skemmtilegar persónur. Nokkur hafa verið að glíma við Numicon stærðfræði verkefni og enn önnur dansað og leikið með slæður.
Framundan er áhugaverð vika í vettvangsferðum, strætóferðum, e-Twinning verkefnum o.fl.

Við minnum á skipulagsdaginn þann 13. nóvember næstkomandi en þá er leikskólanum lokað.

Bestu kveðjur og góða helgi.

© 2016 - 2019 Karellen