news

Fyrsta fréttin frá Laut, september

19. 09. 2019

Sæl öll,

Vikurnar hafa svo sannarlega liðið hratt hjá okkur á Laut. Aðlögunin var skemmtileg en á sama tíma nokkuð krefjandi fyrir börnin. Fæst þeirra höfðu verið áður í svo stórum barnahóp og sum jafnvel ekki verið í dagvistun áður. Það er magnað að sjá í dag hversu fljót þau voru að aðlagast og eru nú orðin ansi sjóuð í daglegu starfi. Þau kunna orðið flest öll lögin sem við sungum í aðlöguninni (kennarar komast ekki undan því að ná í krókódílinn og kongulónna til að láta syngja með), hvíldin er ósköp notaleg og matatímarnir alltaf að lengjast. Nýjustu lögin eru lagið um Köngulónna sem spinnur vefinn sinn og Litla sæta krabbann (set inn link á facebook).

Aukasvæðin – Kubbasmiðja, vísindasmiðja, listasmiðja og sögusmiðja eru vinsæl en þar fá börnin tækifæri til að vera í ólíkum verkefnum og einnig fá þau að kynnast börnum og starfsmönnum frá Lundi þar sem við vinnum saman með aukasvæðin.

Við höfum nú skipt börnunum upp í litla hópa og ætlum að byrja á hópastarfi. Í hópastarfi gefst kennurum tækfæri til að vinna náið með börnunum, efla félagsfærni þeirra, örva sköpun og virkni, efla einbeitingu, hjálpa börnunum að tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð og margt fleira. Þetta eru notalegar stundir þar sem börn og kennarar fá að kynnast og vinna saman að allskyns ólíkum verkefnum. Við nýtum tíman fyrir hádegi í hópastarf og því gæti svo komið til að einstaka dag fari börnin ekki í útiveru ef þau njóta sín vel.

Hafið mun vera partur af öllu okkar starfi í vetur líkt og áður hefur verið talað um og því erum við alltaf spennt að fá sögur, hluti, myndir, laga ábendirnar eða eitthvað sem tengist hafinu.

Þar til næst

Kennarar á Laut

© 2016 - 2020 Karellen