news

Föstudagsfréttir 07.05 Kot

07. 05. 2021

Jæja kæru foreldrar

Við erum orðlaus yfir frábæru veðri þessa vikuna! Mikið af starfinu hefur farið fram í útiveru. Við höfum þó líka passað upp á að faggreinarímin haldist opin svo börnin hafi val um að leika inni og úti.

En að máli málanna!! Útskriftartónleikar barnanna!

Nýjustu samkomutakmarkanir gera ráð fyrir að halda 20 manna fjöldatakmörkunum út næstu viku… það klárlega hentaði okkur ekki þegar við skipulögðum tónleika 12. maí og viljum fá mikilvægustu áhorfendurnar í salinn.

Við fórum því strax af stað, staðfastar í að redda málunum. Við ætlum að treysta á að fólkið sem stjórnar þessum málum standi við orð sín og rýmki um því við fengum salinn í Akurskóla þann 18. maí kl.15! Við erum himinglöð að eiga vonandi möguleika á að fá að sýna ykkur afrakstur þrotlausra æfinga. Því viljum við biðja ykkur um að taka frá 18.maí kl.15.

Annað skemmtilegt málefni er að Baun -Barna- og Ungmennahátíðin 2021 er hafin. Hvert barn á Koti fær Baun-abréf sem er dagskrá, leikur og fleira allt í einni bók. Endilega kíkið á þetta með börnunum.
Læt fylgja með ofboðslega skemmtilegt Youtube-video fylgja með sem útskýrir allt sem þarf að útskýra:

https://www.youtube.com/watch?v=26J4bz12DU8
B
örnin fara í tveimur hópum á Listasýninguna í Duus að skoða verkin sín og annarra. Fyrri hópurinn fór af stað í morgun og seinni hópurinn fer næst komandi föstudag.

Að lokum langar okkur að þakka ykkur fyrir að vera umburðarlyndur, skilningsríkur og áhugasamur foreldrahópur. Við kunnum svo sannarlega að meta ykkur !

Eigið yndislega helgi

Kennarar á Koti

© 2016 - 2021 Karellen