news

Fréttir frá Koti

26. 09. 2019

Kæru foreldrar,

að venju höfum við nóg fyrir stafni á Koti. Við fengum slökkviliðsálfana Loga og Glóð í heimsókn til okkar í fylgd vaskra slökkviliðsmanna sem fræddu börnin um eldvarnir. Markmiðið með samstarfi slökkviliðsins og leikskólans er að stuðla að bættum eldvörnum í leikskólanum og á heimilum barnanna. Við munum vinna að þessum markmiðum með börnunum í allan vetur. Þau munu m.a. fara tvö og tvö í fylgd kennara og skoða eldvarnir í leikskólanum og seinna verður haldin rýmingaræfing í samvinnu við slökkviliðið.

ATH! Næst komandi mánudag munum við fara með öll börnin á Koti í heimsókn í Akurskóla kl.09.00 og er því mikilvægt að börnin séu mætt ekki seinna en 08.45.

Á næstunni munum við svo fara með minni hópa í heimsóknir bæði í Akurskóla og Stapaskóla þar sem börnin fá tækifæri til að taka þátt í hringekjuverkefnum með börnunum í 1.bekk og seinna fá þau einnig að prófa íþróttir, nestistíma, frístund, frímínútur o.fl.

Við höldum áfram að vinna með viðfangsefni vetrarins Hafið og eru börnin sérstaklega áhugasöm um sjávardýr og sjófugla. Ef þið eigið bækur heima um sjávardýr eða sjófugla væri frábært að fá þær lánaðar í leikskólann :)

Ef börnin tala um það heima að koma með stakan sokk í leikskólann þá er það vegna þess að barnasokkar henta afar vel til að búa til föt á Blæ bangsa sem þau eiga öll í leikskólanum. Það er þó alls engin skilda að koma með sokk :)

Aníta kemur aftur til vinnu á Koti eftir fæðingarorlof á mánudaginn og verður vinnutíminn hennar frá kl.08.00-16.00.

Að lokum langar okkar að minnast á það hvað börnin á Koti eru frábær eins og þið öll vitið. Þau eru svo áhugasöm, jákvæð og meðtækileg fyrir öllum þeim viðfangsefnum sem boðið er upp á í leikskólanum svo eru þau líka orðin sérstaklega dugleg að klæða sig í og úr útifötunum sjálf :)

Kveðja kennarar á Koti

© 2016 - 2020 Karellen