news

Föstudagspóstur

30. 04. 2021

Kæru foreldrar

Þessi yndislega vika sem að er að klárast er búin að vera ljúf þar sem að veðrið er búið að leika við okkur. Við höfum nýtt veðrið þessa dagana og notið þess að vera mikið úti. Hápunkturinn hjá börnunum þessa vikuna er að fá að fara út í úlpu, húfu og skóm. : ) Við mælum með að koma með sólarvörn fyrir börnin ykkar svo að við getum sett á þau áður en þau fara út í sólina.

Á mánudaginn var okkur á Hlíð boðið að koma í Hljómahöllina þar sem að börnin fengu leiðsögn frá henni Anítu og sýndi hún þeim alla leyniganganna í Hljómahöllinni þetta fannst þeim spennandi og voru þau algjörlega til fyrirmyndar í þessari ferð.

Á miðvikudaginn var komið að ná í trén okkar sem að verða til sýnis á Listahátíð barna í Duus húsum. Sýningin byrjar 5 maí og er öllum velkomið að kíkja á hana. Stjörnuhópur bjó einnig til Regnboga orma sem að verða einnig til sýnis á sýningunni.

Við viljum einnig minna ykkur á að við erum ennþá að nota innganginn sem að snýr að útisvæðinu.


Eigið yndislega helgi með börnunum ykkar

© 2016 - 2021 Karellen