news

Fréttir vikunnar

03. 10. 2019

Kæru foreldrar

Vikan hefur flogið áfram og börnin unnið glöð með viðfangsefni Hafsins, hákarla, netaleit í fjörunni, fiska í Vísindasmiðju og margt fleira. Við erum svo heppinn að einn pabbinn kom færandi hendi með nokkra heila fiska sem við eigum eftir að skoða betur eftir helgina - nú bíða þeir í frystinum. Börnin fóru í tónlistartíma í vikunni og fengu að spreyta sig á að spila á fiðlu sem þeim þótti mjög skemmtilegt.

Í heilsuvikunni höfum við við rætt um og hlustað á Karius og Baktus og hvað hollt og gott fæði skiptir máli. Í dag fengu þau að sjá gæði framandi og kunnulega ávexti og læra ný heiti. Holtaleikarnir áttu að vera í dag en var frestað vegna veðurs.

Brátt hefjast bókasafnsferðir og einnig stefnum við á að fara í ferðir í tónlistarskólann í haust og vor.

Foreldrasamtölin verða föstudaginn 18. október og munum við auglýsa tímana þegar nær dregur - endilega takið þann dag frá.

Við minnum á skipulagsdaginn á morgun 4. október en þá er leikskólinn lokaður.

Takk fyrir samveruna þessa vikuna og góða helgi.

© 2016 - 2020 Karellen