news

Föstudagsfréttir

30. 04. 2021

Gleðilegan föstudag kæru foreldrar.

Veðurblíðan er svo sannarlega búin að vera sleikja okkur þessa vikuna, þar sem við fengum smá smjörþef af sumrinu, jiminn hvað það var gott. Hér fagna börnin veðrinu með því að hlaupa um allt eins og beljur á vorin, visst frelsi fólgið í því að þurfa ekki að klæða sig í kuldagalla. Þegar sólin lætur loksins sjá sig þarf auðvitað að huga að sólarvörnum og ef það eru einhverjar sérstakar sólarvarnir sem þið viljið að börnin noti megið þið endilega koma með þær, merkja og skella þeim í hólfi þeirra.

Við áttum afmælisbarn í vikunni, því ber auðvitað að fagna og var haldið upp á það með saltstöngum, afmælissöng og að sjálfsögðu danspartý. Við á Lundi óskum honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju með daginn hans.

Tréð okkar umtalaða fór frá okkur í gær og lagði leið sína í DUUS hús og býður þess að Listahátíð barna opni svo að aðrir geti fengið að njóta þessara fegurðar. Börnin lögðu rosalega mikla vinnu í að skapa tré og lífið í trjánum við þurfum varla að taka það fram en við erum agalega montin af því enda er tréð byggt eingöngu á hugmyndum barnanna, eina sem við kennararnir gerðum þegar kom að trénu var að

stjórna límbyssunni eiginlega bara vegna þess að hún verður frekar heit, þurfum ekki að fórna neinum litlum puttum í föndurgerð, annars hefðum við líklegast bara getað sest niður með kaffibolla á meðan þau settu saman sínar hugmyndir og úr varð þetta meistaraverk. Metnaðurinn og áhugi barnanna sést vel í trénu! Og hvetjum við alla foreldra að kíkja á sýninguna þegar hún opnar 6 maí. Lærðum líka margt í ferlinu eins og tré eru stærri en Viktoría, köngulær eru með fullt af augum, það búa uglur á Íslandi bara ekki í Reykjanesbæ og að hunang er ekkert sérstaklega gott. Einnig að það eru engin tré alveg eins, það eru til skógar á Íslandi og að blöð eru búin til úr trjám.
Já við erum svo sannarlega orðin að viskubrunnum hvað varðar tré og lífið í trjánum.

Meiri mont, fáum seint leið á því að monta okkur af þessum líka yndislegum börnum. Við ákváðum að breyta aðeins til hjá okkur og settum upp litla matstofu inn á deild og það hefur svo sannarlega slegið í gegn bæði hjá nemendum og kennurum. Það gefur börnunum meiri rými til þess að vera sjálfstæð, þau eru að æfa sig að skammta sér sjálf, reyna að vega og meta hvort þau eigi að fá sér aftur, meira eða minna og hafa meira frelsi til þess að velja hvar þau vilja sitja og hliðina á hverjum. Þetta hefur heppnast svo svo rosalega vel að það er auðvitað tilefni til þess að koma því að í póstinum.
Svo er auðvitað allt það sama á sínu stað, bókalestur, hópastarfið, útiveran, knús og kossar, söngvar og auðvitað frjáls leikur!

Af því sögðu.
Góða helgi kæra fólk.
Takk æðislega fyrir vikuna og við sjáumst á mánudag.
-Lundakonur

© 2016 - 2021 Karellen