news

Fréttir frá Lundi

16. 09. 2019

Kæru foreldrar

Það hefur verið nóg um að vera á Lundi síðustu daga. Í síðustu viku byrjuðu tónlistartímar og börnin skemmtu sér mjög vel þar. Einnig höfum við haldið áfram að fara með litla hópa í vettvangsferðir í fjörnuna og skoða umhverfið okkar út frá þemanu sem er hafið. Öll börnin á deildinni hafa núna farið með í fjöruna og við munum svo halda áfram og fara í fleiri ferðir.

Í morgun hófst svo stöðvavinna aftur þar sem börnin gátu valið sér svæði. Hópurinn sem valdi listasmiðju útbjó sjó og fisk. Hópurinn sem valdi að vera inni á deild var að skoða myndir af lífverum úr hafinu og skoða krabba, skeljar og annað sem börnin hafa tekið með sér úr fjörunni. Auk þess var boðið upp á útisvæði og kubbasmiðju í salnum. Börnunum finnst spennandi að velja sér svæði og næstu vikur munum við halda áfram með stöðvavinnu þar sem verkefni tengd þemavinnunni verða í boði.

Nú hefur kólnað hratt í veðri og minnum við ykkur á að koma með kuldagalla og hlýjan fatnaðsem hentar vel fyrir börnin ykkar í útiveru.

Kveðja starfsfólkið á Lundi

© 2016 - 2020 Karellen