news

Föstudagsfréttir

25. 09. 2020

Góðan og blessaðan daginn

Stuðboltarnir hér á Laut eru búinn að standa sig ljómandi vel í þessari viku eins og alltaf. Það er stórt verkefni að hefja leikskólagöngu þótt að þau láti líta út fyrir að það sé létt verk. Þau eru ótrúlega dugleg að aðlagast og að mynda tengsl sín á milli og við kennara. Okkur kennurum á Laut finnst það vera alger forréttindi að fá að taka þátt í lífi þessara einstöku einstaklinga.

Í samverustundum er það söngurinn sem ræður ríkjum en við erum líka farinn að æfa okkur að hlusta á sögu. Mesta þolraunin er að halda áhuga barnanna og þá reynir á undirbúning kennarar og lagni við að fanga athyglina og að halda henni. Eins og sést á myndbandinu (á facebook) gekk vel að fanga og halda athygli barnahópsins við að syngja Rauði héri.

Við erum dugleg að vera úti börnunum til mikillar gleði. Það er búið að vera fremur kalt í veðri en þau kvarta ekki og vilja ekki alltaf koma inn þegar útiveran er búinn. Við höldum áfram að æfa okkur að klæða í og úr en á sama tíma erum við að æfa mörg hugtök eins og undir, yfir, ofan í, inn í, upp og niður.

Aðeins hefur borið á spurningum um vettlinga og annan fatnað sem hefur farið á flakk og því viljum við minna foreldra á mikilvægi þess að merkja þau föt sem ekki hafa ratað í merkingu. Ef svo vill til að fötin hafi ekki ratað í hólfið aftur þá er tilvalið að athuga stóra skápinn í fataklefanum eða körfuna undir óskilamuni en við eigum erfitt með að þekkja þau föt sem ekki eru merkt.

Að lokum viljum við minna á að tæma hólfin í lok dags.

Kær kveðja kennarar á laut

© 2016 - 2021 Karellen