news

Föstudagsfréttir

02. 10. 2020

Góðan daginn

Þessi vika hefur heldur betur flogið áfram hjá okkur enda á tíminn það til þegar gaman er. Nú eru öll börnin mætt til okkar og eru að ná að aðlagast leikskóla umhverfinu. Í næstu viku stefnum við á að fara í okkar fyrstu vettvangsferð og hefja þar með formlega vetrarstarfið.

Í vetrarstarfinu munum við skipta barnahópnum niður í minni hópa en við ætlum ekki að festa ákveðin kennara á neinn hóp heldur munu kennarar færast á milli hópa eftir því hvert viðfangsefnið er hverju sinni. Þannig teljum við að öll börnin fái það mesta og besta frá kennurunum þar sem við erum að horfa til þess að nýta þekkingu, áhuga og færni kennara í ólíkum þáttum.

Næsta vika verður í styttri kantinum þar sem á föstudaginn 9.október verður lokað vegna skipulagsdags leikskólans.

Að lokum vil ég minna foreldra á að tæma hólf í lok dags og kíkja á merkingar á aukafatakassa, þar sem við vorum að fara yfir öll boxin og svo fara teppin og koddar með heim í dag

Eigið góða helgi og takk fyrir frábæra viku ;0)

Kveðja kennarar á Laut

© 2016 - 2020 Karellen